Færsluflokkur: Bloggar

Kvikmyndastjörnur

Húrra þar kom að því !

Við erum að verða frægar kvikmyndastjörnur, þá er ég að tala um okkur sem stóðu að og tóku þátt í óbeislaðri fegurð og nú liggur leiðin bara uppá við á rauðadregilinn og svo bara hvert! það er eins gott að vara póstinn við auknum breifútburði til okkar þegar tilboðin fara að streyma inn frá Hollywood.

Obbbbs !! kannski maður ætti að kíkja á megrunar kúrinn hennar Möttu? æjjj ég nenni því ekki ég ætla bara vera óbeisluð áfram .


Skólinn að byrja !

Jæja nú hefst skólinn! Loksins segi ég þar sem fjölskyldu lífið hefur verið frekar óskipulagt í sumar og ég er farinn að þrá smá röð og reglu.SidewaysÉg meina hlutina eins og útivist bæði hjá mér og börnunum ufff !! svo ekki sé minnst á matatímana það er eitthvað en hefur verið með svona flæðandi tíma eins og sagt er um stundatöflurnar í menntaskólunum.  Já menntaskólinn...... það er semsagt nýi starfsvettvangurinn minn ég er kominn með titil framhaldskólakennari loksins eftir allar ferðirnar norður á Akureyri undafarnar fjórar annir. Núna fæ ég að byggja upp Hársnyrtibraut hér í MÍ sem ég tel vera mikinn heiður, svo er bara að bíða og sjá hvort ég standi mig í þessu hahahaha


Loks er stofan tilbúinn!

Í dag var loksins stofan kláruð eða svo til, en þessi stofa er Hárgreiðslustofan AMETYST sem ég á ásamt Þórdísi. En þar var veið að breyta eina ferðina enn nú í vikunni sem leið svo að ég geti kennt þar í vetur ! Já draumurinn hefur ræst, trúið því viljið ! Halló! ég er orðin fastráðinn Ríkisstarfsmaður. Á meðan breytingunum stóð, þar sem ég sat í sagi, skít og flísa ríki komst ég að því hvað ég er asskoti vel gift til 15 áraInLoveen hann  þessi elska stóð sveittur og gegndi mér í einu og öllu  meðan á  breytingunum stóð ásamt því að vinna stóran part af því sem ég sá mig ekki færa um að gera þar sem ég varð að skreppa í kaffi á Langa af og til.

Núna þarf ég bara að slaka á og undirbúa mig fyrir Lubbann en þar verður Skemmtilegasti leikmaður Mýraboltans ásamt fleira Royal liði.


Leitin að ljótasta orðinu.......í boltanum

Já að er tími til kominn að talað sé um þetta, og ég þakka henni Matthildi fyrir að taka þetta upp.

Ég á sjálf strák í 5.flokk BÍ og þegar þeir voru að spila leik á móti Stykkishólmi nú fyrir stuttu, varð einum stráknum á að fara of langt út í hornið og það má alls ekki......þá öskraði dómarinn á hann "DRULLAÐU ÞÉR ÚR HORNINU HÁLFVITINN ÞINN,, Finnst ykkur ekki þetta smekklega sagt? þetta er einstaklega, uppbyggilegt og íþróttamannlegt eða hvað? Og svo erum við hissa á að krakkarnir okkar svari ósmekklega fyrir sig, við hverju á að búast þegar fyrir myndirnar tala svona, ég bara spyr ? Pirruð fótbolta mamma .

 


Frí eða ekki frí?!

sumarfrí húrra ! Cool Sumarbústaður ! þarna sátum við vinkonurnar og böðum okkur  í sólinni með þann tilgang einan að láta hana fara eins illa með okkar perlu ljósu húð og hægt er. ( því ekkert er eins fallegt og þægilegt og heitur rauðbleikur sólbruni)  Kemur þá ekki minn ástkæri ekta maki  og bíður mér í smá bíltúr! halló..... hvaða konu langar að eiða heilum degi í bíl í svona blíðu. (verð að nýta hverja mínútu til að ná smá lit)  Fyrir utan það að þessi elska er með það sem atvinnu að keyra trukk, maður ætti nú halda það að hann fengi nóg af keyrslu dags daglega en svo er ekki, þetta er svo afslappandi svaraði hann þegar hann var spurður hvernig hann nennti að vera í bíltúrum í fríinu. Þarna er ég enn og aftur ekki að skilja þessa elsku......Ég meina það, þetta væri svipað og ég myndi svara að ég nennti ekki í sólbað, heldur ætlaði ég frekar að fara í hárgreiðslu leik við hinar stelpurnar!  Sæjuð þið mig í anda svara svona útí hött, ég meina það ef mér væri boðið í sólbað og sangría...nei ekki ég! Þarna rökræddum við þetta í smá tíma, Þrátt fyrir það að hann sægi ekki samlíkinguna þarna á milli mér tókst að samfæra hann um að fara með strákunum, þar sem það væri mjög nauðsynlegt að ég fengi smá lit á kroppinn.

Stelpur munið því að það er nauðsynlegt að hafa sumarfríið vel skipurlagt svo þið lendið ekki í svona hallæris atviki. Því þessar elskur eru bara ekki allir inn stilltir á sömu bylgju og við. En samt eru þeir oftast ómissandi. 


Hvað er að vera austan-tjalds?

Vitið menn að í gær sátum við menningar bolltarnir í Glyðrufélaginu á kaffihúsinu Langa Manga og nærðum okkur, en þar má fá besta, það LANG besta expressó á landinu þó víða væri leitað.Smile

Þarna sátum við úti í sólinni og töluðum um daginn og veginn þegar ein okkar hún Glógló verður undarleg á svip og vitið menn svo missir hún sig bara, ja ég meina hún bara misssssssti sig! Við vildum ólmar fá að vita ástæðuna en þá bara nikkaði hún í átt að konu sem var á leið í átt að okkur og stundi út úr sér milli þess sem hún reyndi að bæla niður hláturinn " aumingja konan hefur pissað á sig" Við litum allar við (á eins kurteisan hátt og okkur var kennt frá blautu barsbeini en það er dónaskapur að glápa sagði amma )og vitið menn þegar betur var að gáð þá virtist hún vera blaut á mjög undarlegum stað þar sem dökki liturinn á gallabuxum hennar náðu frá lífbeini og innanverðum lærun niður skálmarnar. Þarna sátum við og reyndum að stilla okkur þar til konan trítlaði framhjá. Eftir hún Bradeslava hafði útskýrt málið, komumst við að því að aumingja konan var í Pólskum hátísku gallabuxum.  Bradeslava hefur mikla kunnáttu í öllu sem tengist níbúum og talar mál þeirra jafn villu laust og sitt eigið móðurmál ásamt því að teljast vera menningar bolti mikill.

þarna hófust miklar umræður um tísku og þar sem við erum miklar tísku-bombur og vel að okkur í þeim málum komumst við að því að aumingja konan var bara austan-tjalds og var í hátísku gallabuxum sem voru miklu blárri en appelsínuguli jakkinn minn.

 


Fyrsta bloggið !

Og sonurinn sagði "húrra loks ertu komin í nútímann  og farin að blogga" þrátt fyrir það lofa ég ekki að það verði að vana en það er spennandi að prufa.

kk gs


« Fyrri síða

Um bloggið

Margrét Skúladóttir

Höfundur

Margrét Skúladóttir
Margrét Skúladóttir

Móðir þryggja einstaklinga og kennari

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ..._79dfd5295f

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband