Úfff hvað þetta er erfið ákvörðunn !

Vitið menn að ég var að taka eina af þeim stærstu og átaka mestu ákvörðun núna fyrir stuttu, þetta var stór og erfið ákvörðun sem kemur til með að breyta lífi allra í fjölskyldunni........já þetta er sko ekki neitt grín. Þessi ákvörðunin snýst um það að vera heima á jólunum og þá meina ég heima hjá mér, en ekki mömmu og pabba úffffff ég er enn með kvíða hnút í maganum! ætli það komi jól?

En þannig er mál með vexti að ég hef í öll mín 40+ ár haldið jól með mömmu, pabba og systkinum mínum, svona ekta kjarna fjölskyldu jól. Í gegnum árin hafa svo bæst inni mágar og mákonur ásamt maka börnum og systkinabörnum en við höfum alltaf verið hjá mömmu og pabba á aðfangadagskvöld og borðað rjúpur, en nú á allt að breytast. Það verður enginn spennandi bílferð í mis góðu veðri um djúpið kl 20-22 á Þorláksmessu kvöld eftir vinnu þar sem spurningin var iðulega ,, komumst við yfir þorskinn eða þurfum við að fara strandirnar? " 

Þannig að núna þegar ég hef ákveðið að splundra fjölskyldunni, já.... og öllu venjulegu og hefðbundnu jólahaldi er ég að hugsa um að koma á nýjum venjum og reglum sú fyrsta er: það er ekki nauðsynlegt að þrífa allt hátt og lágt fyrir jólin, það á ekki að gera fyrr en sólin fer að skína og rykið að sjást aftur. Ég ætla bara að kaupa fleiri kerti og jóla ljós, já og jólatré það verður fyrsta jólatréð okkar, það er kannski orðið tímabært því að við Palli erum búin að vera gift í nokkur ár svona um það bil 15 úpps eru þau svona mörg ! ææææFootinMouth

Kannski það sé einhver góðhjartaður með reynslu þarna úti sem er til að senda mér tillögur um jólamatseðil og yfirlit yfir hvað maður á að gera fyrir jólin, þetta er svo nýtt fyrir mér?......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Frábært hjá ykkur.  Ég var lengi hluti af kjarnafjölskyldu og fór í mat á aðfangadagskvöld með alla jólapakkana í poka. Það var að vísu innanbæjar en það er sama. Svo kom að því að við fórum að hafa okkar jólamat og það var skrítið í fyrsta skiptið en svo vildi engin hafa það öðruvísi.

Gló Magnaða, 12.12.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Velkomin í fullorðina kvenna tölu Ég skal halda jólaboð

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 12.12.2007 kl. 17:02

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Til ham með ákv.

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.12.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Margrét Skúladóttir

Höfundur

Margrét Skúladóttir
Margrét Skúladóttir

Móðir þryggja einstaklinga og kennari

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._79dfd5295f

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 334

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband