7.7.2007 | 11:01
Hvað er að vera austan-tjalds?
Vitið menn að í gær sátum við menningar bolltarnir í Glyðrufélaginu á kaffihúsinu Langa Manga og nærðum okkur, en þar má fá besta, það LANG besta expressó á landinu þó víða væri leitað.
Þarna sátum við úti í sólinni og töluðum um daginn og veginn þegar ein okkar hún Glógló verður undarleg á svip og vitið menn svo missir hún sig bara, ja ég meina hún bara misssssssti sig! Við vildum ólmar fá að vita ástæðuna en þá bara nikkaði hún í átt að konu sem var á leið í átt að okkur og stundi út úr sér milli þess sem hún reyndi að bæla niður hláturinn " aumingja konan hefur pissað á sig" Við litum allar við (á eins kurteisan hátt og okkur var kennt frá blautu barsbeini en það er dónaskapur að glápa sagði amma )og vitið menn þegar betur var að gáð þá virtist hún vera blaut á mjög undarlegum stað þar sem dökki liturinn á gallabuxum hennar náðu frá lífbeini og innanverðum lærun niður skálmarnar. Þarna sátum við og reyndum að stilla okkur þar til konan trítlaði framhjá. Eftir hún Bradeslava hafði útskýrt málið, komumst við að því að aumingja konan var í Pólskum hátísku gallabuxum. Bradeslava hefur mikla kunnáttu í öllu sem tengist níbúum og talar mál þeirra jafn villu laust og sitt eigið móðurmál ásamt því að teljast vera menningar bolti mikill.
þarna hófust miklar umræður um tísku og þar sem við erum miklar tísku-bombur og vel að okkur í þeim málum komumst við að því að aumingja konan var bara austan-tjalds og var í hátísku gallabuxum sem voru miklu blárri en appelsínuguli jakkinn minn.
Um bloggið
Margrét Skúladóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Gréta til hamingju með að vera komin með síðu.
ER ekki æðislegt að geta hlegið að öllu bara ef maður er i stuði?
Jemin!!!!!!!!!!. Ertu orðin ríkisstarfsmaður,
Gaman. Gaman gradulerar.
Kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2007 kl. 18:34
Svo var bleiki jakkinn líka miklu bleikari en appelsínuguli jakkinn þinn.
Þú ert nú meiri kerlan, segir manni bara frá þessu bloggi fyrst í dag!
Hjördís Þráinsdóttir, 19.7.2007 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.