16.7.2007 | 01:52
Frí eða ekki frí?!
sumarfrí húrra ! Sumarbústaður ! þarna sátum við vinkonurnar og böðum okkur í sólinni með þann tilgang einan að láta hana fara eins illa með okkar perlu ljósu húð og hægt er. ( því ekkert er eins fallegt og þægilegt og heitur rauðbleikur sólbruni) Kemur þá ekki minn ástkæri ekta maki og bíður mér í smá bíltúr! halló..... hvaða konu langar að eiða heilum degi í bíl í svona blíðu. (verð að nýta hverja mínútu til að ná smá lit) Fyrir utan það að þessi elska er með það sem atvinnu að keyra trukk, maður ætti nú halda það að hann fengi nóg af keyrslu dags daglega en svo er ekki, þetta er svo afslappandi svaraði hann þegar hann var spurður hvernig hann nennti að vera í bíltúrum í fríinu. Þarna er ég enn og aftur ekki að skilja þessa elsku......Ég meina það, þetta væri svipað og ég myndi svara að ég nennti ekki í sólbað, heldur ætlaði ég frekar að fara í hárgreiðslu leik við hinar stelpurnar! Sæjuð þið mig í anda svara svona útí hött, ég meina það ef mér væri boðið í sólbað og sangría...nei ekki ég! Þarna rökræddum við þetta í smá tíma, Þrátt fyrir það að hann sægi ekki samlíkinguna þarna á milli mér tókst að samfæra hann um að fara með strákunum, þar sem það væri mjög nauðsynlegt að ég fengi smá lit á kroppinn.
Stelpur munið því að það er nauðsynlegt að hafa sumarfríið vel skipurlagt svo þið lendið ekki í svona hallæris atviki. Því þessar elskur eru bara ekki allir inn stilltir á sömu bylgju og við. En samt eru þeir oftast ómissandi.
Um bloggið
Margrét Skúladóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var að byrja í sumarfríi í dag og hef hugsað mér að eyða því að mestu leyti í að pakka niður. Ekkert sérlega afslappandi, en þó meira afslappandi að gera það ein heldur en með karlinn hjá sér. Hann má svo vera memm þegar kemur að því að bera kassana =oD
Hjördís Þráinsdóttir, 19.7.2007 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.