Heimilis erjur um heimilistæki !

Hver á að hafa umsjón og ákvörðunarvald á eina heimilistækinu sem skiptir máli ? Halló .....auðvita ég !

Hér á heimilinu er nú hálfgert neyðar ástand, því minn ekta maki sem ég lofaði að elska í gegnum súrt og sætt (og elska enn eins og presturinn sagði mér að gera hérna um árið ) er bara ekki að gera sig þessa dagana. Hann er farinn að skipta sér af  öllu, ég sem réði alveg sjálf þegar hann var í úthöldum. Já og nú snýst deilan ekki um neitt smáræði heldur um eina heimilistækið sem ég nenni að nota þessa dagana fyrir utan Tölvuna og það er sjónvarps-fjarstýringin. 

Eins og ég elska hann mikið þá er þessi elska er farinn að vera hér heima í tíma og ótíma, það leiðir bara  af sér eitt VANDRÆÐI. Við hjónin eyðum dágóðum tíma á hverju kvöldi í að rökræða notkunnar réttin og gerist það alltaf á þeim tíma sem ég nota annars til að horfa á þættina MÍNA, en nú fer þessi tími í að deila um hvort okkar hefur meiri rétt á sjónvarps-fjarstýringunni....halló hann kemur heim eins og ég sagði hér áðan, í tíma og ótíma þannig að ég get ekki einu sinni haft viðhald, því ég veit aldrei hvenær það er von á honum.

 Hvers á ég að gjalda? þetta er reyndar mjög einfalt að mér finnst, ég Á þessa fjarstýringu......hann er bara ekki alveg að fatta þetta, enda karlmaður svo það er kannski skiljanlegt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnaldur

Palli, gerðu bara eins og ég, hef sjónvarp í öllum herbergjum og málið leyst.

Arnaldur, 13.10.2007 kl. 07:44

2 Smámynd: Gló Magnaða

Úppss.. þetta gæti endað illa þegar þú verður komin með allar stöðvarnar.

Gló Magnaða, 18.10.2007 kl. 13:48

3 identicon

Ég ætla ekki að segja þér hvað ég gerði til að fá yfirráð yfir fjarstýringunni.

guðrún (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Margrét Skúladóttir

Höfundur

Margrét Skúladóttir
Margrét Skúladóttir

Móðir þryggja einstaklinga og kennari

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ..._79dfd5295f

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband