Námskeið og fleyri námskeið

Þegar fólk fer að tala um haustið og veturinn og allt sem koma skal með þeim árstíma, fyllist ég ánægju og gleði þó svo að  það örli einnig fyrir örlitlum kvíða, því ég eins og fleiri er svo illa haldin af félagsmálanámskeiðsáráttuþráhyggju.

Og vitið menn nú er haustið skollið á með öllum sínum bæklingum og dreifiritum um fjölda allan af áhugaverðum námskeiðum og félagsstörfum. Hvernig get ég staðist þetta allt !! það er ekki hægt ! Óbeisluðfegurð, þjóðbúningasaumur, silfursmíði, kvennfélagsfundir og þjóðbúningafélagsfundir  með öllu til heyrandi, hvar get ég fundið tíma ?........Sem betur fer hefur mér tekst vera það skipulögð og ákveðin (ekki frek) að fá aðsendur námskeiðanna að koma því  þannig fyrir að þau stangist ekki á......já svo að ég komist örugglega á þau öll. Og tímann fann ég  húrra! Það var sko ekkert mál, með því að flytja hin ýmsu heimilisstörf yfir á aðra fann ég fullt af auka tíma (ég er svo asskoti vel gift). 

Ég hélt lengi vel að ég væri ein um þessa sort af áráttuþráhyggju en svo er ekki, því ég var svo heppin að kynnast kjarna konunni Matthildi sem er með sömu áráttuþráhyggju og ég. svo nú erum við tvær sem leitum upp öll spennandi uppákomur, námskeið og félagsstörf.

það væri kannski hægt að stofna félag utanum þetta ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Félag félagsmálanámskeiðsáráttuþráhyggjufólks. FFMNÁÞF.

Hjördís Þráinsdóttir, 25.9.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Já Gréta stofnum Félagafélgið, höldum fundi síðdegis á föstudögum á Langa Manga. Þá getum við fengið okkur hvítvínstár eða kaffi og fundið ný námskeið.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 28.9.2007 kl. 11:20

3 Smámynd: Gló Magnaða

Ég ákvað áðan að ég ætlaði ekki að gera neitt sem ég þarf að borga fyrir bara að gera það sem ég fæ borgað fyrir........... hmmmm...   

Gló Magnaða, 28.9.2007 kl. 15:29

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Var að uppgötva að þú bloggar!!!

Sé að þú ert ekkert dugleg við það.

Ylfa Mist Helgadóttir, 12.10.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Margrét Skúladóttir

Höfundur

Margrét Skúladóttir
Margrét Skúladóttir

Móðir þryggja einstaklinga og kennari

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._79dfd5295f

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 335

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband