Færsluflokkur: Bloggar
23.1.2008 | 00:41
Flutningur æææææ
Hvað er skemmtilegra en að flytja?
Maðurinn minn segir að það sé allt sem sé skemmtilegra en að flytja, en ég og mín familj fluttum núna í síðustu vikur. Mér áskotnaðist íbúð á vegum Menntaskólans sem er í eigu ríkisinns svo takk öllsömul fyrir að leigja mér hana. Segið svo að það sé ekki gott að vera ríkisstarfsmaður.......
Þegar flutning ber að þá kemur fyrst í ljós hverjir eru sannir vinir og það er alveg ferlegt vegna þess að ég á eina kunningja konu sem er kominn óhuggulega nálægt því að verða að fara kallast vinkona. Hún er ein af þeim sem er alltaf tilbúin að hjálpa til, sérstaklega ef maður á slatta af rauðvíni en bara flösku víni, því að hún er ögn snobbuð, þykist hafa vit á vínum þannig að það þíðir ekki að bjóða henni kassa vín, þó svo að við ríkisstarfsmennirnir drekkum það yfirleitt það er í takt við launakjör okkar.........Þessi kunningja koma og ein og ein vinkona redduðu þessu með mér ásamt góðum hóp af eldri mönnum í bílabransanum þessar elskur. Takk þið öll sem hjálpuðu mér of mínum að flytja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2008 | 00:25
Þetta var ok, léttur jóla annáll !
Jæja þá er maður búin að klára jólin og áramótin og það heima hjá sér.......já ég klippti loks á naflastrenginn og var heima um jólin með kjarnafjölskyldunni 2+3+hundur og vitið menn, jólinkomu og lukkuðust þetta líka ferlega vel, rjúpan bragðaðist bara alveg eins og hjá mömmu og ég var alveg ferlega slök. Ég held svei mér þá að ég verði bara heima líka á næstu jólum, þó svo að systir mín þessi elska sé búin að hóta því að stroka mig út af systkina listanum ufff en það verður að hafa það.
Svo komu áramótin og þau fuku eiginlega alveg framhjá manni. Já þau fuku í orðsins fyrstu merkingu .(ég var stödd í dal eldhúsáhaldanna eins og ein vinkona mín kallar það).
Í jan var svo farið á virktina, já vitið menn ég er loksins búin að fatta þetta með virktina hún sínir allt í lipsum ekki kílóm svo ég get hætt að hugsa um sprikl og púl enda gengin út. Svo nú er bara að byrja nýtt á með bros á vörum og hlakka til ferðanna sem verðan núna á vordögum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 23:57
Úfff hvað þetta er erfið ákvörðunn !
Vitið menn að ég var að taka eina af þeim stærstu og átaka mestu ákvörðun núna fyrir stuttu, þetta var stór og erfið ákvörðun sem kemur til með að breyta lífi allra í fjölskyldunni........já þetta er sko ekki neitt grín. Þessi ákvörðunin snýst um það að vera heima á jólunum og þá meina ég heima hjá mér, en ekki mömmu og pabba úffffff ég er enn með kvíða hnút í maganum! ætli það komi jól?
En þannig er mál með vexti að ég hef í öll mín 40+ ár haldið jól með mömmu, pabba og systkinum mínum, svona ekta kjarna fjölskyldu jól. Í gegnum árin hafa svo bæst inni mágar og mákonur ásamt maka börnum og systkinabörnum en við höfum alltaf verið hjá mömmu og pabba á aðfangadagskvöld og borðað rjúpur, en nú á allt að breytast. Það verður enginn spennandi bílferð í mis góðu veðri um djúpið kl 20-22 á Þorláksmessu kvöld eftir vinnu þar sem spurningin var iðulega ,, komumst við yfir þorskinn eða þurfum við að fara strandirnar? "
Þannig að núna þegar ég hef ákveðið að splundra fjölskyldunni, já.... og öllu venjulegu og hefðbundnu jólahaldi er ég að hugsa um að koma á nýjum venjum og reglum sú fyrsta er: það er ekki nauðsynlegt að þrífa allt hátt og lágt fyrir jólin, það á ekki að gera fyrr en sólin fer að skína og rykið að sjást aftur. Ég ætla bara að kaupa fleiri kerti og jóla ljós, já og jólatré það verður fyrsta jólatréð okkar, það er kannski orðið tímabært því að við Palli erum búin að vera gift í nokkur ár svona um það bil 15 úpps eru þau svona mörg ! ææææ
Kannski það sé einhver góðhjartaður með reynslu þarna úti sem er til að senda mér tillögur um jólamatseðil og yfirlit yfir hvað maður á að gera fyrir jólin, þetta er svo nýtt fyrir mér?......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2007 | 23:25
Heimakynningar...og auka kíló..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2007 | 01:25
Pirrrrringur!
Það virðist liggja eitthvað í loftinu þessa daganna sem er þess valdandi að ég er óvenju pirruð.... jafnvel uppstökk. Kannski er þetta sorgarferlið yfir foræðis deilunni sem ég stend í vegna fjarstýringarinnar en samt .....nei.... það hlýtur að vera eitthvað annað sem veldur þessu. Í gegnum tíðina hef ég getað kennt veðrinu um ansi margt en það er ekki hægt núna því það hefur verið prýðis veður upp á síðkastið og flest allt gengur sinn vana gang....já það er bara askoti gaman að vera til maður rekist á hina og þessa kunningja sem eru með undir liggjandi óþverraskap ha hvað ?....ég meina það .......þrátt fyrir það eru það þeir kunningjar sem hægt er að níðast á þegar pirringurinn nær völdum Ég meina það svona í trúnaði og okkar á milli þá eru það svoleiðis kunningjar sem maður fer að kalla vinin sínaen bara í laumi......ussss ekki kjafta frá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 20:39
Fall er farar heill.....
Þetta er nýja mottóið mitt. Því vitið menn í dag var fyrsti dagur eftir sumarfrí hjá fitubollufélaginu og vetrarstarf að hefjast.......... við komum mis vel undan sumri en hjá okkur eru aðeins tvö tímabil sumar og síðna vetrar vertíð. Þetta var kósý vigtun og eftir eina rauða var kjarkurinn kominn og vigtin tekinn fram halllló!! aðeins tvö+ sem komu á eftir sumarið. það er bara déskoti gott eða hvað? .......Jú það er nauðseinlegt að klikka ekki á að vera sem óbeisluðust og svo er þjóðbúningurinn alveg passlegur núna og ekki er nokkuð vit í að fara að minka hann. Kennarinn sagði að það væri ekki æskilegt að fara í megrun, meðan á saumaskap stendur. Þar sem við í Félagi félagsmálanámskeiðsáráttuþráhyggjufólks. FFMNÁÞF gegnum alltaf kennaranum er best að halda í kílóin í byli alla veganna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.10.2007 | 01:13
Heimilis erjur um heimilistæki !
Hver á að hafa umsjón og ákvörðunarvald á eina heimilistækinu sem skiptir máli ? Halló .....auðvita ég !
Hér á heimilinu er nú hálfgert neyðar ástand, því minn ekta maki sem ég lofaði að elska í gegnum súrt og sætt (og elska enn eins og presturinn sagði mér að gera hérna um árið ) er bara ekki að gera sig þessa dagana. Hann er farinn að skipta sér af öllu, ég sem réði alveg sjálf þegar hann var í úthöldum. Já og nú snýst deilan ekki um neitt smáræði heldur um eina heimilistækið sem ég nenni að nota þessa dagana fyrir utan Tölvuna og það er sjónvarps-fjarstýringin.
Eins og ég elska hann mikið þá er þessi elska er farinn að vera hér heima í tíma og ótíma, það leiðir bara af sér eitt VANDRÆÐI. Við hjónin eyðum dágóðum tíma á hverju kvöldi í að rökræða notkunnar réttin og gerist það alltaf á þeim tíma sem ég nota annars til að horfa á þættina MÍNA, en nú fer þessi tími í að deila um hvort okkar hefur meiri rétt á sjónvarps-fjarstýringunni....halló hann kemur heim eins og ég sagði hér áðan, í tíma og ótíma þannig að ég get ekki einu sinni haft viðhald, því ég veit aldrei hvenær það er von á honum.
Hvers á ég að gjalda? þetta er reyndar mjög einfalt að mér finnst, ég Á þessa fjarstýringu......hann er bara ekki alveg að fatta þetta, enda karlmaður svo það er kannski skiljanlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.10.2007 | 00:10
Einelti í hinum ýmsum myndum...
Eins og flestir vita nú þegar. þá er ég að svífa inn í haust-námskeiðs tímabilið mitt, já það hefst í dag með námskeið í þjóðbúningasaum. þetta tímabil er mér mikið hjartans mál, þrátt fyrir það að ég þurfi að þola og umbera einelti sem tekur á sig hinar ýmsu myndir, já og frá fólki sem ég jafnvel hélt að væri vel við mig og þætti kannski jafnvel ögn væntum mig ..... alla veganna ekki sama um mig, en svona er lífið og maður getur misreiknað sig alveg svakalega.
En vitið menn ég á eftir að fara á fullt af námskeiðum með öllum hinum námskeiðs-fíklunum og þá get ég borgað þeim í sömu mynnt svo þið þessar sem eigið tengingu í fjörð dýranna bíðið bara hahahha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 19:16
Námskeið og fleyri námskeið
Þegar fólk fer að tala um haustið og veturinn og allt sem koma skal með þeim árstíma, fyllist ég ánægju og gleði þó svo að það örli einnig fyrir örlitlum kvíða, því ég eins og fleiri er svo illa haldin af félagsmálanámskeiðsáráttuþráhyggju.
Og vitið menn nú er haustið skollið á með öllum sínum bæklingum og dreifiritum um fjölda allan af áhugaverðum námskeiðum og félagsstörfum. Hvernig get ég staðist þetta allt !! það er ekki hægt ! Óbeisluðfegurð, þjóðbúningasaumur, silfursmíði, kvennfélagsfundir og þjóðbúningafélagsfundir með öllu til heyrandi, hvar get ég fundið tíma ?........Sem betur fer hefur mér tekst vera það skipulögð og ákveðin (ekki frek) að fá aðsendur námskeiðanna að koma því þannig fyrir að þau stangist ekki á......já svo að ég komist örugglega á þau öll. Og tímann fann ég húrra! Það var sko ekkert mál, með því að flytja hin ýmsu heimilisstörf yfir á aðra fann ég fullt af auka tíma (ég er svo asskoti vel gift).
Ég hélt lengi vel að ég væri ein um þessa sort af áráttuþráhyggju en svo er ekki, því ég var svo heppin að kynnast kjarna konunni Matthildi sem er með sömu áráttuþráhyggju og ég. svo nú erum við tvær sem leitum upp öll spennandi uppákomur, námskeið og félagsstörf.
það væri kannski hægt að stofna félag utanum þetta ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.9.2007 | 18:59
Óvernuleg vinnubrögð eða hvað?
Ég ákvað að létta á pirring mínum með þessu bloggi, en ég á í viðskiptum við Ísafjarðarbæ um þessar mundir á samt fleiri einstaklingum.
En bærinn er að kaupa upp hesthús sem ég og fleiri eiga í Hnífsdal, eftir nokkrar umræður og tilboð náðist samningur um verð og einstaklingur á vegum bæarins skrifaði undir. Já takið eftir hann skrifaði undir samkomulag sem sagði að Ísafjarðar bær ætlaði að ganga frá kaupunum 15. ágúst og borga um samda upphæð 1.sept. En vitið menn greiðslan hefur ekki komið enn og nú er kominn 7. sept og ekkert bólar á greiðslu frá bænum. Hvað ætli bærinn myndi gera ef ég væri að kaupa fasteign af þeim og segði síðan að greiðslan kæmi bara bráðum því að ég ætti ekki pening eins og er? Ég skil þetta ekki ! en kannski er ég bara svo vitlaus eða þarf kannski bærinn ekki að standa í skilum eins og við hin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Margrét Skúladóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar